Skip to content

Fagsmíði ehf. hefur tekið að sér verkefni á öllum sviðum greinarinnar og kappkostar við það að skila af sér góðu verki í hvert skipti. Viðskiptavinir okkar eru breiður hópur ánægðra einstaklinga, fyrirtækja og húsfélaga. 

Við erum jafnframt mjög vanir að vinna inni á heimilum fólks og skrifstofum fyrirtækja. Snyrtimennska og fagleg vinnubrögð er það sem við höfum alltaf að leiðarljósi.

Faglærðir smiðir

Allir þeir iðnaðarmenn sem starfa hjá Fagsmíði eru faglærðir smiðir og húsasmíðameistarar. Við erum fyrirtæki sem býður upp á mjög góða þjónustu og því er mikilvægt að okkar starfsmenn séu reynslumiklir fagmenn. Fagsmíði er mjög stolt af sínum starfsmönnum.

Almenn smíðavinna

Fagsmíði hefur í gegnum tíðina tekið að sér mjög fjölbreytt verkefni. Hér til hliðar má sjá lista yfir hluta af þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á. Ef spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.

Tækjakostur

Við gerum okkur grein fyrir því þegar fara á út í framkvæmdir þá getur verið gott að láta einn og sama aðilann sjá um allt fyrir sig. Að sama skapi er hagkvæmt ef sá aðili á öll tæki sem til þarf en þarf ekki að leigja þau af þriðja aðila.

Fagsmíði á fjölda tækja og getur því sinnt verkefnum sínum mjög vel. Ýttu á takkann “Tækjakostur” hér hægra megin á síðunni til þess að fá nánari upplýsingar.

Fyrirtækið

Fagsmíði ehf. var stofnað árið 1995 af Gunnari Erni Rúnarssyni, húsasmíðameistara og Ástu Samúelsdóttur skrifstofustjóra fyrirtækisins.

Skrifstofa og verkstæði Fagsmíði eru í sama húsnæði að Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því hringja eða senda tölvupóst.

Parketlagnir

Starfsmenn Fagsmíði eru mjög vanir parketlögnum. Mörg verkefni okkar hafa snúist um það að rífa tjónað parket af gólfum og leggja nýtt í staðinn fyrir tryggingafélög. Hvort sem um er að ræða fljótandi viðar- og/eða plastparket. Einnig tökum við okkur að leggja gegnheilt niðurlímt parket.

Gluggar og hurðir

Allt frá upphafi hefur Fagsmíði framleitt glugga og hurðir. Verkstæði fyrirtækisins er vel tækjum búið undir slík verkefni. Höfum einnig gert við mikið af gluggum á verkstað. Tökum að okkur hurða-, glugga- og glerísetningar. Mörg verkefni okkur hafa snúið að þessum verkþáttum.

Rúðuskipti

Fagsmíði hefur sinnt fjölda verkefna sem líta að glerskiptum í skrifstofuhúsnæðum, fjölbýils- eða einbýlishúsum. Mörg verkefni okkur hafa snúið að þessum verkþáttum.

Sólpallar og skjólveggir

Það er alltaf gaman að vinna með timbur og sérstaklega þegar kemur að sólpalla- og skjólveggjagerð. Mikil reynsla er hjá starfsmönnum Fagsmíði við þess konar smíðar. Hvort sem að verkefnin eru inni í bænum eða uppi í sumarbústað þá er alltaf hægt að leita til okkar. Vönduð vinnubrögð eru okkar einkunnarorð.

Viðhald húseigna

Fagsmíði hefur í gegnum tíðina tekið að sér fjölda verkefna fyrir húsfélög þar sem þarf að viðhalda húseigninni að einhverju leyti. Hvort sem er í formi glerskipta, málningarvinnu, þak- eða múrviðgerða og margt fleira. Eins og áður segir þá er tækjakostur Fagsmíði mjög góður fyrir þess háttar verkefni. Skæralyftur, spjótlyftur, kranabílar og vinnupallar svo einhver dæmi séu tekin.

Uppsetning innréttinga

Fátt er mikilvægara en vönduð vinnubrögð og snyrtimennska þegar kemur að því að setja upp innréttingar. Stór hluti verkefna okkar undanfarinna ára hefur snúið að því að vinna í kringum fólk á vinnustöðum þeirra eða inni á heimilum. Starfsmenn okkar hafa því mjög góða reynslu af slíkum verkefnum og vita hvernig vinnubrögð eru þörf við þess háttar aðstæður.

Milliveggir - Gips

Starfsmenn Fagsmíði eru mjög vanir gipsklæðningum. Sem dæmi þá gipsklæddum við Byr banka í Hamraborginni og skrifstofur Lýsingar og Vís uppi á Höfða. Þetta er þó einungis fá dæmi af þeim fjöldamörgu verkefnum sem að við höfum fengist við á þessu sviði.

Þakviðgerðir

Þaklekar eru því miður alltof algengir í íslenskum húsum. Ástæðurnar geta verið margar en mikilvægt er að bregðast við sem fyrst svo skemmdirnar verði ekki meiri fyrir vikið. Þá kemur einnig sá tími að endurnýja þurfi þakklæðningar og höfum við sinnt fjöldamörgum verkefnum á því sviði.

Nýsmíði

Undir nýsmíði flokkast meðal annars: - Fjölbýlishús - Einbýlishús - Skólabyggingar - Sumarbústaðir - Gestahús. Á árinu 2016 byrjuðu framkvæmdir í Bæjarlind 5 í Kópavogi þar sem Fagsmíði er með 12 hæða 45 íbúða fjölbýlishús í byggingu.

Jarðvinna

Þegar kemur að jarðvinnu þá er mjög gott þegar að sá aðili sem að þjónustar þig á sín eigin tæki. Tækjaleiga getur verið mjög dýr og kemur fram í miklu hærri kostnaði þegar uppi er staðið. Tækjakostur Fagsmíði er mjög sterkur þegar kemur að jarðvinnu og reynslan er að sjálfsögðu fyrir hendi.

Snjómokstur

Fagsmíði hefur í gegnum árin tekið að sér snjómokstur á bílaplönum fyrirtækja, húsfélaga og fleira. Getum einnig tekið að okkur að fjarlægja snjó af plönum ef þörf er á. Þessa þjónustu getum við boðið upp á vegna sterkrar tækjastöðu hjá fyrirtækinu.

Tækjakostur

Fagsmíði á fjölda tækja og getur því sinnt verkefnum sínum mjög vel. Sem dæmi um tæki sem félagið býr yfir: - Potain Turnkrani - Liebherr byggingarkrani - Terex byggingarkrani - Hünnebeck steypumót - Komatsu grafa ásamt fleyg - Caterpillar grafa ásamt fleyg - Komatsu grafa lítil - Kranabíll með palli - Skæralyftur - Spjótlyftur - Verkstæði ásamt 3000 m2 athafnasvæði - Sendibílar - Vinnupallar - Lyftari

Húsaklæðningar

Þónokkur verkefni undanfarinna ára hafa snúið að klæðningu húsa. Bæði lítil og stór. Þar má taka sem dæmi nýtt og glæsilegt hús Vís uppi á Höfða. Þá einnig nýjar starfsstöðvar Lýsingar uppi á Höfða. Höfum einnig tekið að okkur verkefni sem líta að því að klæða eldri hús. Hvort sem er með flísum eða álklæðningu. Árið 2015 vann Fagsmíði fyrir Reykjavíkurborg við að klæða stóran hluta Árbæjarskóla með álundirkerfi og Duropal.

Tjónaviðgerðir

Fagsmíði er með áralanga reynslu af tjónaviðgerðum fyrir tryggingafélög og aðra aðila. Hvort sem um er að ræða vatns-, bruna- eða foktjón. Fyrirtækið hefur yfir að ráða góðum tækjum svo sem vatnssugum, þurrktækjum og blásurum. Þá rekum við einnig verkstæði með góðum tækjakosti. Hafir þú orðið fyrir tjóni hafðu þá fyrst samband við tryggingafélag þitt.

Húsfélög

Fagsmíði hefur tekið að sér mikinn fjölda verkefna fyrir húsfélög. Við erum í góðu samstarfi múrara, málara, rafvirkja, pípara og aðra fagmenn. Við tökum yfirleitt að okkur yfirverktöku enda nauðsynlegt að hafa einhvern sem stýrir þeim verkefnum þar sem margir fagmenn koma að.

Trjáfellingar

Fagsmíði hefur tekið að sér mörg verkefni sem snúa að trjáfellingum. Verkefnin hafa bæði snúist um að fjarlægja stór tré sem og að fjarlægja mörg minni tré. Ef ekki er staðið rétt að trjáfellingum stórra trjáa getur skapast hætta og getur tréð valdið tjóni á nærliggjandi byggingum. Best er að kalla til fagmenn þegar fella á stór tré og nauðsynlegt er að viðkomandi aðilar búi yfir þeim tækjum og tólum sem þarf til. Starfsmenn Fagsmíði eru reynslumiklir á þessu sviði ásamt því að hafa yfir að ráða öllum þeim tækjum sem þörf er á. Svo sem keðjusagir, stór vörubíll með krana, gröfur og fleira. Athugið að reglur um trjáfellingar eru mismunandi eftir sveitarfélögum. Sem dæmi þarf að sækja um leyfi til að fella tré í Reykjavík sem eru yfir 8 metrar eða eldri en 60 ára.