Allir þeir iðnaðarmenn sem starfa hjá Fagsmíði eru faglærðir smiðir og húsasmíðameistarar. Við erum fyrirtæki sem býður upp á mjög góða þjónustu og því er mikilvægt að okkar starfsmenn séu reynslumiklir fagmenn.
Fagsmíði er aðili að Meistarafélagi iðnaðarmanna Hafnarfirði og Samtökum iðnaðarins.
Gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra og iðnmeistara
Í byrjun árs 2015 tóku gildi lög sem kveða á um það að verktakafyrirtæki verða að vera með gæðastjórnunarkerfi staðfest af Mannvirkjastofnun. Sé gæðastjórnunarkerfi ekki til staðar þá hafa starfsmenn félagsins ekki réttindi til að skrifa upp á verk né bjóða í verkefni á vegum opinberra aðila. Fagsmíði ehf er með gæðastjórnunarkerfi staðfest af Mannvirkjastofnun.
Myndin til hægri:
Anton Örn Gunnarsson, íslandsmeistari nema í húsasmíði 2012
Hér í viðkenningarhófi eftir þátttöku í Euroskills 2016