Viðhald húseigna

Fagsmíði hefur í gegnum tíðina tekið að sér fjölda verkefna fyrir húsfélög þar sem þarf að viðhalda húseigninni að einhverju leyti. Hvort sem er í formi glerskipta, málningarvinnu, þak- eða múrviðgerða og margt fleira.

Eins og áður segir þá er tækjakostur Fagsmíði mjög góður fyrir þess háttar verkefni. Skæralyftur, spjótlyftur, kranabílar og vinnupallar svo einhver dæmi séu tekin um þau tæki sem að við eigum. Þá er verkstæði okkar mjög vel tækjum búið ef þarf að smíða nýjar hurðir eða gluggafög fyrir húseignina þína.

Þá höfum við einnig gert upp gömul hús. Eitt af okkar verkefnum er yfir 100 ára gamalt hús, friðað, sem að við gerðum upp og stendur í Hafnarfirði. Myndir af því má sjá hér neðst.

Spjótlyfta að vinnu í fjölbýlishúsi. 

Brekkugata 11. Rúmlega 100 ára gamalt hús gert upp. 

Brekkugata 11. Rúmlega 100 ára gamalt hús gert upp.