Trjáfellingar

Fagsmíði hefur tekið að sér mörg verkefni sem snúa að trjáfellingum. Verkefnin hafa bæði snúist um að fjarlægja stór tré sem og að fjarlægja mörg minni tré.

Ef ekki er staðið rétt að trjáfellingum stórra trjáa getur skapast hætta og getur tréð valdið tjóni á nærliggjandi byggingum.

Best er að kalla til fagmenn þegar fella á stór tré og nauðsynlegt er að viðkomandi aðilar búi yfir þeim tækjum og tólum sem þarf til. Starfsmenn Fagsmíði eru reynslumiklir á þessu sviði ásamt því að hafa yfir að ráða öllum þeim tækjum sem þörf er á. Svo sem keðjusagir, stór vörubíll með krana, gröfur og fleira.

Athugið að reglur um trjáfellingar eru mismunandi eftir sveitarfélögum. Sem dæmi þarf að sækja um leyfi til að fella tré í Reykjavík sem eru yfir 8 metrar eða eldri en 60 ára.