Tjónaviðgerðir

Fagsmíði er með áralanga reynslu af tjónaviðgerðum fyrir tryggingafélög og aðra aðila. Hvort sem um er að ræða vatns-, bruna- eða foktjón.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða góðum tækjum svo sem vatnssugum, þurrktækjum og blásurum. Þá rekum við einnig verkstæði með góðum tækjakosti.

Hafir þú orðið fyrir tjóni hafðu þá fyrst samband við tryggingafélag þitt.