Þjónusta

Fagsmíði ehf. hefur tekið að sér verkefni á öllum sviðum greinarinnar og kappkostar við það að skila af sér góðu verki í hvert skipti. Viðskiptavinir okkar eru breiður hópur ánægðra einstaklinga, fyrirtækja og húsfélaga. 

Við erum jafnframt mjög vanir að vinna inni á heimilum fólks og skrifstofum fyrirtækja. Snyrtimennska og fagleg vinnubrögð er það sem við höfum alltaf að leiðarljósi.

Faglærðir smiðir

Allir þeir iðnaðarmenn sem starfa hjá Fagsmíði eru faglærðir smiðir og húsasmíðameistarar. Við erum fyrirtæki sem býður upp á mjög góða þjónustu og því er mikilvægt að okkar starfsmenn séu reynslumiklir fagmenn. Fagsmíði er mjög stolt af sínum starfsmönnum.

Almenn smíðavinna

Fagsmíði hefur í gegnum tíðina tekið að sér mjög fjölbreytt verkefni. Hér til hliðar má sjá lista yfir hluta af þeirri þjónustu sem við bjóðum upp á. Ef spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband.

Tækjakostur

Við gerum okkur grein fyrir því þegar fara á út í framkvæmdir þá getur verið gott að láta einn og sama aðilann sjá um allt fyrir sig. Að sama skapi er hagkvæmt ef sá aðili á öll tæki sem til þarf en þarf ekki að leigja þau af þriðja aðila.

Fagsmíði á fjölda tækja og getur því sinnt verkefnum sínum mjög vel. Ýttu á takkann "Tækjakostur" hér hægra megin á síðunni til þess að fá nánari upplýsingar.

Fyrirtækið

Fagsmíði ehf. var stofnað árið 1995 af Gunnari Erni Rúnarssyni, húsasmíðameistara og Ástu Samúelsdóttur skrifstofustjóra fyrirtækisins.

Skrifstofa og verkstæði Fagsmíði eru í sama húsnæði að Kársnesbraut 98, 200 Kópavogi. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því hringja eða senda tölvupóst.

 

Smelltu hér til að --> Panta skoðun húsasmíðameistara