30 ára reynsla

Gunnar Örn Rúnarsson, húsasmíðameistari og eigandi Fagsmíði, býr yfir 30 ára starfsreynslu í faginu. Hjá Fagsmíði starfa einungis faglærðir smiðir og húsasmíðameistarar. Fagmennskan er alltaf í fyrirrúmi. 

Almenn smíðavinna

Fagsmíði hefur í gegnum tíðina tekið að sér verkefni á öllum sviðum greinarinnar. Í seinni tíð hefur fyrirtækið þó einbeitt sér að uppsteypu nýrra mannvirka, bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Samhliða því þjónustar Fagsmíði húsfélög, fyrirtæki og einstaklinga.  

Vel tækjum búið

Tækjakosturinn er góður: Byggingarkranar, steypumót, gröfur, vörubílar, kranabílar, turnlyftur, skæralyftur, spjótlyftur, vinnupallar ásamt verkstæði o.fl. Fagsmíði getur því boðið góða þjónustu og er allt til taks þegar á þarf að halda.